Skiladagur skattframtala í dag

Í dag er síðasti dagurinn til að vinna skattframtöl einstaklinga vegna síðasta launaárs og rennur frestur til að skila inn framtali út á miðnætti. Skilin hafa verið óvenju góð í ár og voru i gærmorgun á annað hundrað þúsunda framtala komin inn til ríkisskattstjóra, en dagurinn í dag, skiladagurinn, er iðulega sá dagur sem flest framtölin koma í hús. Aldrei hafa heldur eins margir skilað inn framtali fyrsta sólarhringinn sem opið var fyrir rafræn skil á skattaframtali er bárust yfir 4000 framtöl.

Skattframtölin hafa breyst mikið á undanförnum árum og í tilfellum venjulegs launafólks dugar oft að opna framtalið á vefsvæðinu skattur.is og staðfesta. „Nú er þetta orðið þannig að við erum með það góða upplýsingavinnslu að við getum útbúið framtal fyrir þorra gjaldenda. Okkar viðskiptavinir þurfa ekki að gera annað í mjög mörgum tilfellum en að opna framtalið, skoða það, yfirfara upplýsingarnar og síðan staðfesta,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri í samtali við Vísi í gær.

Þar segir Skúli Eggert einnig að í ár verði líkt og í fyrra álagningin lögð fram mánuði fyrr en áður tíðkaðist og verður hún tilbúin þann 30. júní núna.

Kunni einhverjir að vera í vandræðum með framtöl sín má fá framtalsaðstoð í síma 442 1414

annska@bb.is

DEILA