Píratar vilja fækka landsbyggðarþingmönnum

Sjö þingmenn Pírata hafa lagt fram lagafrumvarp um að fækka landsbyggðarþingmönnum um fimm. Markmið frumvarpsins er að sögn flutningsmanna að jafna út misræmi í atkvæðavægi. Viktor Orri Valgarðsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Í frumvarpinu felst að þingmönnum Norðvesturkjördæmis fækkar úr átta í sex, þingmenn Norðausturkjördæmis verða átta í stað tíu og Suðurkjördæmi fær níu í stað tíu. Reykjavíkurkjördæmin tvö bæta við sig einu sæti, yrðu tólf í hvoru kjördæmi, en Kraginn fengi þrjá þingmenn til viðbótar. Yrðu þeir alls sextán.

Í tillögunni felst einnig að jöfnunarþingmönnum yrði fækkað um einn. Kjördæmin þrjú á höfuðborgarsvæðinu fengju tvo jöfnunarþingmenn hvert og Suður- og Norðausturkjördæmi fengju eitt sæti hvort. Norðvestur fengi ekki jöfnunarmann.

Gunnar I. Guðmundsson, þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi og Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi, eru ekki meðflutningsmenn að frumvarpinu.

Norðurpíratarnir Einar Brynjólfsson og Gunnar I. Guðmundsson eru ekki meðflutningsmenn.

smari@bb.is

DEILA