Stefáni Erni Stefánssyni bifreiðasmiði er ýmislegt til lista lagt og nú hefur hann föndrað saman hægindastól og sláttuvél og afurðin er þetta líka fína farartæki sem hann getur skondrast á um bæinn. Halla Ólafsdóttir fréttamaður RÚV á Vestfjörðum tók viðtal við kappann í dag og birti á ruv.is myndband af Stefáni aka um götur Ísafjarðar. Í viðtalinu við Stefán kemur fram að hann er safnari, á erfitt með að henda hlutum og vill gefa þeim nýtt líf.

Stefán ók á hægindasláttuvélinni í mat í hádeginu í dag og þakkar fyrir gott veður enda eru ekki vetrardekk á farskjótanum.

bryndis@bb.is

 

DEILA