Hryllingur í Jökulfjörðum!

Fyrsta stikl­an úr kvik­mynd­inni Ég man þig vek­ur upp ótta og skelf­ingu. Kvik­mynd­in er gerð eft­ir bók Yrsu Sig­urðardótt­ur en henni er leik­stýrt af Óskari Þór Ax­els­syni, sem leik­stýrði Svart­ur á leik.

Hand­ritið var skrifað af Ottó Geir Borg, Óskari Þór Ax­els­syni og Yrsu Sig­urðardótt­ur en kvik­mynd­in fjall­ar um ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri á Jökulfjörðum. Á Ísaf­irði dregst nýi geðlækn­ir­inn í bæn­um inn í rann­sókn á sjálfs­morði eldri konu, en svo virðist sem hún hafi verið heltek­in af syni hans sem hvarf.

Með aðal­hlut­vert fara Ágústa Eva Er­lends­dótt­ir, Þor­vald­ur Davíð Kristjáns­son, Jó­hann­es Hauk­ur Jó­hann­es­son, Sara Dögg Ásgeirs­dótt­ir, Anna Gunn­dís Guðmunds­dótt­ir og Þröst­ur Leó Gunn­ars­son.

smari@bb.is

DEILA