Háskóladagurinn á Ísafirði

Háskóladagurinn verður á Ísafirði á morgun, en viðburðurinn hefur fest sig í sessi síðustu ár þar sem boðið er upp á kynningu á öllu því háskólanámi sem í boði er hér á landi. Gildir einu þá hvort hinir fróðleiksþyrstu séu nemendur sem eru að klára framhaldsskóla og leita að námi til að búa sig undir framtíð sína á fullorðinsárum eða fólk sem vill sækja sér frekari menntun hvar á ævistigum sem það kann að vera statt. Háskóladagurinn var í Reykjavík um nýliðna helgi og nú fer lestin ferð um landið þar sem fulltrúar sjö háskóla kynna yfir 500 námsbrautir, en það eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands.

Háskóladagurinn verður í Menntaskólanum á Ísafirði, þann 9. mars á milli klukkan 11 og 13.

annska@bb.is

DEILA