Fagnar burðarþolsmati

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar því að fyrir liggi burðarþolsmat fyrir Ísafjarðardjúp. Í síðustu viku birti Hafrannsóknastofnun  Vegna aðstæðna í Ísafjarðardjúpi og varúðarnálgunar varðandi raunveruleg áhrif áætlaðs fiskeldis á vatnsgæði og botndýralíf, telur Hafrannsóknastofnun að hægt sé að leyfa allt að 30 þúsund tonna lífmassa í eldi í Ísafjarðardjúpi á hverjum tíma. Í burðarþolsmatinu er gert ráð fyrir að heildarlífmassi í Djúpinu verði aldrei meiri en 30 þúsund tonn og að vöktun á áhrifum eldisins fari fram. Slík vöktun yrði forsenda fyrir hugsanlegu endurmati á burðarþoli fjarðarins, til hækkunar eða lækkunar, sem byggt yrði á raungögnum.

Áætlanir fiskeldisfyrirtækjanna um laxeldi í Ísafjarðardjúpi rúmast innan burðarþolsmatsins.

smari@bb.is

DEILA