Éljagangur síðdegis

Veðurstofa Íslands spáir vestlægri golu eða kalda á Vestfjörðum og úrkomulitlu veðri fram eftir degi. Síðdegis má gera ráð fyrir suðvestan 5-13 m/s með éljum. Hiti verður nálægt frostmarki. Búast má við heldur hægari vindi á morgun. Á fimmtudag spáir norðan 5-13 m/s með snjókomu norðan- og austanlands, hvassast á annesjum. Þurrt að kalla á sunnanverðu landinu og éljagangur nyrðra um kvöldið. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust allra syðst.

Hálka eða hálkublettir eru á vegum á Vestfjörðum og snjóþekja á fjallvegum.

annska@bb.is

DEILA