Burðarþolið gæti farið í 200 þúsund tonn

Burðarþol þeirra sjö fjarða og flóa sem Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur þegar metið er í heild­ina 125 þúsund tonn. Er þetta 3-4 sinn­um það magn sem fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­in hafa leyfi til að ala í sjókví­um í þess­um fjörðum. Þau hafa hins veg­ar mik­il áform um aukn­ingu í framtíðinni. Eft­ir er að meta nokkra firði þannig að burðarþol þeirra svæða sem opin eru fyr­ir fisk­eldi gæti nálg­ast 200 þúsund tonn. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Morgunblaðsins.

Þau fimm fyr­ir­tæki sem eru stærst í sjókvía­eld­inu hafa sótt um aukn­ingu til viðbót­ar nú­ver­andi leyf­um þannig að heild­ar­fram­leiðslan verði 185 þúsund tonn. Það er í fjörðum sem hafa fengið burðarþols­mat og fjörðum sem ekki er búið að meta. Ekki er víst að burðarþols­matið tak­marki áformin, þegar all­ir firðir á þeim svæðum sem opin eru til sjókvía­eld­is hafa verið met­in og matið end­ur­skoðað í ljósi reynsl­unn­ar í þeim fjörðum sem hafa reiknað burðarþol.

Hafrannsóknastofnun hefur metið burðarþol fimm fjarða á Vestfjörðum og hámarksframleiðsla samkvæmt Hafró er 80 þúsund tonn. Ekki er búið að meta burðarþol Öndundarfjarðar og Jökulfjarða. Fyrirliggjandi burðarþol er sem hér segir:

  • Patreks- og Tálknafjörður (metið saman): 20 þúsund tonn
  • Arnarfjörður:                                20 þúsund tonn
  • Dýrafjörður:                                10 þúsund tonn
  • Ísafjarðardjúp                                30 þúsund tonn

smari@bb.is

DEILA