Blómstrandi fjallavíðir í Kaldalóni

Útsprunginn fjallavíðir í Kaldalóni. Háafell í baksýn. Mynd: nave.is

Hið stórundarlega tíðarfar sem hefur verið ríkjandi síðustu misseri tekur á sig ýmsar myndir. Starfsmaður Náttúrustofu Vestfjarða var á ferð í Kaldalóni í gær og varð var við að fjallavíðirinn (Salix arctica) í neðri hluta Kaldalóns var útsprunginn á nokkrum stöðum. Á vef Náttúrustofunnar segir að þetta komi mjög á óvart, þar sem fjallavíðir ætti ekki að springa út fyrr en í maí í fyrsta lagi. Mjög snjólétt er á þessum slóðum og veðurfar að undanförnu hefur verið gott og líklegt að hann hafi ruglast í ríminu. Ekki sást á fjalldrapa eða birki á þessu svæði að það væri að springa út eða brum farin að þrútna og ekki heldur á bláberja eða aðalbláberjalyngi.

smari@bb.is

DEILA