Bitist um listina á lokametrunum

Eitt þeirra verka sem finna má á uppboðinu er þetta stór og glæsilega málverk Reynis Torfasonar

Listaverkauppboði krabbameinsfélagsins Sigurvonar lýkur á miðnætti í kvöld og má ennþá slá tvær flugur í einu höggi með því að næla sér í vestfirska list í stofuna og styrkja í leiðinni krabbameinsfélagið til góðra verka. Lokadagurinn virðist ætla að verða fjörugur að sögn Tinna Hrundar Hlynsdóttur gjaldker félagsins: „Við höfum fengið nokkur boð bara í dag, svo að fólk virðist vera að bítast um þetta svona á lokametrunum sem er æðislegt!“

Listaverkauppboðið er nýjung í fjáröflun hjá félaginu og eru á uppboðinu sjö verk eftir níu listamenn. Uppboðið fer fram á netinu og getur fólk tekið þátt með því að senda tölvupóst á netfangið sigurvon@snerpa.is eða í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook, þar sem einnig má sjá myndir af öllum verkunum.

annska@bb.is

DEILA