Baldur leysir Herjólf af

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fer í reglubundna slipptöku í maí. Breiðafjarðarferjan Baldur mun þá sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á meðan slipptökunni stendur. Herjólfur mun sigla samkvæmt áætlun til 1. maí næstkomandi og Baldur til 30. apríl.  Sá síðarnefndi mun hefja siglingar frá Vestmannaeyjum 2. maí og er stefnt að því að því að Baldur verði kominn aftur á áætlun í Breiðafirði sunnudaginn 21. maí.
Farþegabáturinn Særún mun þjónusta farþega á leið í og úr Flatey þann tíma sem Baldur verður fjarri vegna þessa verkefnis.

DEILA