Austurland og Vestfirðir með neikvæðan flutningajöfnuð

Aðfluttir umfram brottflutta á árinu 2016 voru 4.069 manns. Það eru mun fleiri en árið 2015 en þá fluttust 1.451 fleiri til landsins en frá því. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Öll landsvæði nutu góðs af flutningum milli landa enda flutningsjöfnuður þeirra jákvæður. Rúmlega helmingur þeirra 4.069 sem fluttust til Íslands umfram brottflutta enduðu á höfuðborgarsvæðinu (2.210). Þegar litið er til flutninga bæði innanlands og utan voru Vestfirðir (-42) og Austurland (-27) einu landsvæðin sem vorum með neikvæðan flutningsjöfnuð árið 2016.

Á árunum 2006 og 2007 fluttust 5.200 fleiri til landsins en frá því og eru það einu árin sem flutningsjöfnuður hefur verið hærri en í fyrra. Flestir hinna aðfluttu eru erlendir ríkisborgarar en flutningsjöfnuður meðal íslenskra ríkisborgara var neikvæður. 146 fleiri Íslendingar fluttu frá landinu en til þess. 2016 fluttust tæplega 11 þúsund til landsins og er það fjölgun um rúmlega 4 þúsund milli ára. Tæplega 7 þúsund fluttust frá landinu samanborið við rúmlega 6 þúsund árið 2015.

Smári

DEILA