Aldrei fór ég Suðurgata

Gísli Halldór svipti hulunni af skiltinu.

Í dag var hulunni svipt af nýju nafni á Suðurgötu á Ísafirði. Gatan hefur hlotið nafnið Aldrei fór ég Suðurgata og á nafnið vel við, þar sem tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram í húsnæði rækjuverksmiðjunnar Kampa sem stendur á horni Suðurgötu og Ásgeirsgötu. Það var Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sem afhjúpaði götuskiltið sem er á frystigeymslu Kampa. Fjöldi blaðamanna var á svæðinu, enda var árlegur blaðamannafundur Aldrei fór ég suður haldinn í dag. Gísli Halldór sagði frá að forsvarsfólk rokkhátíðarinnar hafi komið að máli við bæjaryfirvöld með ósk um nýtt nafn á götuna, og það hafi verið bænum ljúft og skylt að verða við bóninni.

smari@bb.is

DEILA