3,2% atvinnuleysi

At­vinnu­leysi í fe­brú­ar var 3,2% sam­kvæmt vinnu­markaðsrann­sókn Hag­stofu Íslands. Að jafnaði voru 199.300 manns á aldr­in­um 16–74 ára á vinnu­markaði þann mánuð, sem jafn­gild­ir 82,8% at­vinnuþátt­töku. Af þeim voru 192.900 starf­andi og 6.500 án vinnu og í at­vinnu­leit.

Hlut­fall starf­andi af mann­fjölda var 80,1% og hlut­fall at­vinnu­lausra af vinnu­afli var 3,2% að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu Hag­stofu. Þá sýn­ir sam­an­b­urður mæl­inga fyr­ir fe­brú­ar í fyrra að at­vinnuþátt­taka jókst um 0,7 pró­sentu­stig.

Fjöldi starf­andi jókst um 7.800 manns og at­vinnu­laus­um fækkaði um 600 manns.

Íslensk­ur vinnu­markaður sveifl­ast reglu­lega milli mánaða vegna árstíðabund­inna þátta, en þegar horft er til síðustu sex mánaða þá sýn­ir leitni vinnu­aflstalna að at­vinnu­leysi hef­ur nán­ast staðið í stað. Á síðustu tólf mánuðum hef­ur það hins veg­ar lækkað lít­il­lega eða um 0,2 pró­sentu­stig.

Hlut­fall starf­andi síðustu sex mánuði hef­ur einnig lækkað lít­il­lega eða um 0,2 stig, en aft­ur á móti auk­ist um 0,6 stig þegar horft er til þró­un­ar síðustu tólf mánaða.

smari@bb.is

DEILA