Vestri mætir Fylkiskonum

Laugardaginn 4. febrúar munu Vestrakonur mæta Fylki í 1. deild Íslandsmótsins í blaki.  Þetta verður án vafa spennandi leikur en Vestri situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig en Fylkir í því sjötta með 9 stig. Það er því mótt á munum sem gerir leikinn enn skemmtilegri.

Blakdeild Vestra blómstrar sem aldrei fyrr í vetur og skemmst að minnast útnefningar Auðar Líf Benediktsdóttur sem efnilegasta íþróttamann Ísafjarðarbæjar en Auður er einn af burðarásum í meistaraflokki Vestra.

Kvennalið Vestra (Skellur) vermdi botnsæti Íslandsmótsins í fyrra en siglir hraðbyr í verðlaunasæti á þessu ári og karlaliðið sem var í fjórða sæti í fyrra situr nú staðfast í fyrsta sæti með 21 stig en Hamar sem er í öðru sæti er með 16 stig.

Tihomir Paunovski nýr þjálfari deildarinnar er því að gera góða hluti með hópinn og um að gera að mæta á Torfnesið og hvetja stelpurnar en leikurinn byrjar kl. 15:00.

bryndis@bb.is

DEILA