Umtalsverð slysaslepping í Dýrafirði

Komið hef­ur í ljós gat við botn sil­ung­seldisk­ví­ar fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Sea Farm í Dýraf­irði. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Kem­ur þar fram að með upp­götv­un­inni kunni að hafa fund­ist meg­in­skýr­ing­in á „mögu­legri slysaslepp­ingu regn­bogasil­ungs“ sem fjallað var um í haust.

Í tilkynningunni segir að þegar hafi verið gripið til aðgerða og gatinu á kvínni lokað. Þá segir: „Því miður er fyrsta mat starfsmanna það að umtalsvert magn regnbogasilungs sé sloppinn. Viðbragðsáætlun við slysasleppingu var virkjuð þegar í stað og var Fiskistofu gert viðvart, m.a. vegna samráðs um næstu skref.  Auk þess sem um umtalsvert tjón er að ræða fyrir fyrirtækið er hér um að ræða mikið áfall fyrir starfsmenn og eigendur sem vinna að uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum“ segir í fréttatilkynningunni.

Ljóst er að framundan er ítarleg greining á orsökum gatsins í samstarfi við Fiskistofu og MAST með það að markmiði að draga lærdóm af, m.a. varðandi kvíaútbúnað og fleiri þætti. Útbúnaður kvía er nú þegar í ítarlegri skoðun hjá fyrirtækinu þar sem m.a. er unnið að innleiðingu strangari krafna sem settar hafa verið af hálfu eftirlitsaðila,“ segir í tilkynningu Arctic Sea Farm.

smari@bb.is

 

DEILA