Umferðin aukist gríðarlega

Gríðarlega mikil aukning varð í umferðinni í nýliðnum janúarmánuði um 16 lyklilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum. Umferðin jókst um ríflega 13 prósent sem er svipuð aukning og í janúar í fyrra en margföld meðaltalsaukning í janúar. Umferðin hefur aldrei áður verið meiri á Hringveginum í janúarmánuði en ríflega 55 þúsund bílar fóru um teljara á degi hverjum eða um 13 þúsund fleiri en fyrir tveimur árum.

Þessi aukning er hlutfallslega svipuð og varð á síðasta ári í sama mánuði en í bílum talið er aukningin nú um 1000 bílum stærri, á degi hverjum.

smari@bb.is

DEILA