Sveitarfélög fái skatttekjur af fiskeldi

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps leggur mikla áherslu á áform fiskeldisfyrirtækja í Ísafjarðardjúpi hafi sem minnst neikvæð áhrif á umhverfi sveitarfélagsins. Í umsögnum sveitarstjórnar um matsáætlanir Háfells ehf., Arnarlax ehf., og Arctic Sea Farm, er farið fram á einstakir viðkvæmir umhverfisþættir verði kannaðir sérstaklega í gerð umhverfismats og leggur sveitarstjórn áherslu á að kanna áhrif laxeldis á laxveiðiár í sveitarfélaginu og að burðarþolsmat Ísafjarðardjúps verði framkvæmt sem fyrst.

Sveitarstjórnin minnir á mikilvægi þess að skipulagsvald sveitarfélaga nái yfir aðliggjandi strandsvæði, firði og flóa og Súðavíkurhreppur telur æskilegt er að skipulag standsjávar nái út að einni sjómílu frá grunnlínu.

Þá vill sveitarstjórn tryggja sveitarfélögum sanngjarna tekjustofna af starfsemi fiskeldisfyrirtækjanna, hvort sem það er gegnum auðlindargjald eða annað form.

Fyrirtækin þrjú stefna á stórfellt laxeldi í Ísafjarðardjúpi og leyfisumsóknir fyrirtækjanna eru samanlagt upp á 24.400 tonn.

smari@bb.is

DEILA