Stöku él eða skúrir

Öllu rólegra verður yfir veðri dagsins miðað við þann hasar sem gekk yfir landið í gær. Á það við um alla landshluta nema Austurland þar sem hvassviðri og helliregn mun dynja áfram á íbúum. Á Vestfjörðum verður suðaustan 5-13 m/s samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Stöku él eða skúrir og hiti á bilinu 0 til 4 stig. Á morgun blæs vindur úr suðvestri 10-18 m/s og verður slydda og síðar rigning síðdegis. Það er hálka eða hálkublettir á fjallvegum á Vestfjörðum en að mestu greiðfært á láglendi.

annska@bb.is

DEILA