Spyr ráðherra um úthaldsdaga varðskipanna

Gunnar Ingiberg Guðmundsson, þingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur beint fyrirspurn til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er varðar úthaldsdaga Landhelgisgæslunnar. Fyrirspurnin er í þremur liðum. Í fyrsta lagi er er spurt um fjölda úthaldsdaga á ári allt frá árinu 2013 og í svarinu verði tilgreint hversu marga daga skip Landshelgisgæslunnar hafa verið við eftirlitsstörf. Í öðru lagi hversu oft skip Landhelgisgæslunnar hafa tekið eldsneyti, sundurliðað eftir dagsetningu, löndum og magni. Í þriðja lagi vill Gunnar fá svör við því hvers oft Landhelgisgæslan hefur ekki getað sinnt eftirlitsstörfum vegna eldsneytistöku annars staðar en á Íslandi.

Í byrjun árs vakti athygli að varðskipið Þór sigldi til Færeyja og tók þar 550 þúsund lítra af olíu þar sem verð á skipaolíu er mun hagstæðara en á Íslandi.

Gunnar Ingiberg situr á þingi sem varamaður fyrir Evu Pandóru Baldursdóttur sem er í fæðingarorlofi.

smari@bb.is

DEILA