Rækjuveiðar hafnar í Djúpinu

Rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi hófust í síðustu viku. Sjávarútvegsráðuneytið gaf út 460 tonna kvóta í haust en veiðar voru ekki leyfðar fyrr en í síðust viku vegna mikillar seiðagengdar í Djúpinu. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. á stærsta hluta kvótans og koma 200 tonn í hlut fyrirtækisins. Kvóti Halldórs Sigurðssonar ÍS er 126 tonn og Ásdís fær þriðja mest í sinn hlut, eða 62 tonn.

smari@bb.is

DEILA