Milljarður á dag

Tap vegna verkfalls sjómanna er metið fleiri milljarða króna og standi verkfallið lengur er áætlað að tapið geti numið um það bil milljarði á dag. Þetta kemur fram í skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um áhrif verkfallsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir skýrsluna ekki leysa kjaradeiluna en hún varpi þó ljósi á þjóðfélagslegt tap deilunnar og gæti nýst í framtíðinni

Heildaráhrif verkfallsins á ráð- stöfunartekjur sjómanna eru talin nema um 3.573 milljónum króna til 10. febrúar 2017; tekjutap 2.400- 2.600 fiskverkamanna er metið á um 818 milljónir króna; tekjutap ríkissjóðs er gróft áætlað á tímabilinu 2,5 milljarðar króna og sveitarfélaga einn milljarður króna. „Ekki er hægt að halda því fram að þjóðhagslegt tap af völdum verkfallsins hafi numið 960-1.160 milljónum króna á hverjum verkfallsdegi hingað til, en bent er á að rannsóknir gefi það til kynna að við algjört og langvarandi vinnslustopp nálgist hið þjóðhagslega tap á degi hverjum þessar upphæðir. Vinnustoppið nú er hvorki algjört né langvarandi, en er engu að síður mjög víðtækt og hefur dregist á langinn þannig að áhrifa þess gætir nú talsvert víðar í hagkerfinu en á fyrstu vikum verkfallsins,“ segir í skýrslunni.

smari@bb.is

DEILA