MÍ mætir FG í annarri umferð Gettu betur

Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson, Ína Guðrún Gísladóttir og Veturliði Snær Gylfason klár í slaginn

Í kvöld hefst önnur umferð spurningakeppninnar Gettu betur á Rás2. Fyrir helgi var dregið í 16 liða úrslitum og lá þá fyrir að lið Menntaskólans á Ísafirði myndi mæta liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ í keppninni annað kvöld í annarri viðureign kvöldsins, en 8 lið keppa í fjórum viðureignum hvort kvöldið. Keppnin hefst á Rás2 klukkan 19:25.

Menntaskólinn á Ísafirði reið á vaðið í keppninni þar sem skólinn mætti Verkmenntaskóla Austurlands og vann MÍ þar öruggan sigur 24-18, stigafjöldi VA dugði þeim þó til að komast í aðra umferð keppninnar. FG tapaði einnig sinni lotu á móti Flensborg, en liðið var með 21 stig sem tryggði þeim áframhaldandi keppni.

Í keppnisliði Menntaskólans á Ísafirði eru þau: Ína Guðrún Gísladóttir, Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson og Veturliði Snær Gylfason og þjálfari liðsins er Ingunn Rós Kristjánsdóttir, málfinnur skólans.

annska@bb.is

DEILA