Mættu til guðsþjónustu í þjóðbúningum

Það voru prúðbúnir kirkjugestir í Hólskirkju á sunnudag. Mynd: Bjarni Benediktsson.

Á konudaginn síðasta sunnudag fór fram guðsþjónusta í Hólskirkju í Bolungarvík og í tilefni dagsins og upphafs góu voru kirkjugestir hvattir til að mæta í þjóðbúningum í messuna þar sem séra Ásta Ingibjörg Pétursdóttir sóknarprestur predikaði. Bolvískar konur brugðust vel við kallinu og mættu margar í sínu fínasta pússi; í upphlutum, peysufötum og jafnvel faldbúningi. Að guðsþjónustu lokinni var svo þjóðlegt kaffi í safnaðarheimilinu hjá kvenfélaginu Brautinni í Bolungarvík sem kirkjugestir sóttu.

annska@bb.is

DEILA