Léttir til síðdegis

Veðurstofa Íslands spáir norðaustan 3-8 m/s, skýjuðu með köflum en þurru að mestu á Vestfjörðum í dag, síðdegis léttir heldur til. Bjart að mestu á morgun, en þykknar upp annað kvöld. Hiti verður um og yfir frostmarki. Á föstudag gengur í austan 8-15 m/s á landinu með rigningu, fyrst sunnantil, en slyddu norðantil upp úr hádegi. Hægari og dregur úr úrkomu sunnanlands síðdegis. Hiti yfirleitt 0 til 7 stig.

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á fjallvegum og á kafla í Ísafjarðardjúpi.

Á meðfylgjandi myndskeiði sem tekin var í rökkrinu í morgun má sjá hvar lognið hefur lögheimili.

 

annska@bb.is

DEILA