Lægir er líður á daginn

Stormur ríkir frameftir degi á Vestfjörðum með suðaustan 18-25 m/s, en það dregur úr vindi síðdegis. Rigning verður með köflum og hiti 2 til 7 stig. Suðaustan 8-15 m/s og úrkomulítið seint í kvöld, en hægari á morgun. Kólnar og hiti verður á bilinu 0 til 4 stig á morgun.

Á vef Veðurstofu Íslands er varað við suðaustan roki eða ofsaveðri um landið vestanvert er búist er við vindstyrk allt að 30 m/s fram eftir degi. Hvassast verður við Breiðafjörð og á Norðurlandi Vestra kringum hádegi, en síðdegis lægir talsvert.

Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir á Þröskuldum,  Kleifaheiði og Hálfdáni og einnig á köflum á Ströndum. Óveður er á Kleifaheiði og Ennishálsi.

annska@bb.is

DEILA