Jón Hákon var ofhlaðinn með viðvarandi stjórnborðshalla

Jón Hákon BA.

Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur lokið rannsókn á skipskaða þegar Jón Hákon sökk á Vestfjarðarmiðum í byrjun júlí 2015. Nefndin telur orsök slyssins vera þá að skipið var ofhlaðið og með viðvarandi stjórnborðshalla. Einn fórst þegar Jón Hákon sökk en þrír skipverjar náðu að komast upp á kjöl skipsins þegar því hvolfdi og halda sér þar þangað til hjálp barst. Þetta kom fram á vef RÚV.

Vegna ofhleðslu og viðvarandi stjórnborðshalla átti sjór greiða leið inn á þilfar skipsins í veltingi, bæði yfir lunningu og um lensport. Vegna óþéttleika á lestarlúgukarmi bættist stöðugt sjór í lestina. Varð þetta til þess að skipið missti stöðugleika og því hvolfdi þegar öldutoppur rann óhindrað yfir lunningu þess. Þá telur nefndin að í aðdraganda slyssins hafi lensibúnaður í lest ekki virkað sem skyldi vegna óhreininda í síu. Þetta átti sinn þátt í því að sjór safnaðist í lest skipsins.

smari@bb.is

DEILA