Hvinönd sást í Önundarfirði

Hvinönd í Önundarfirði. Mynd: Cristian Gallo

Í síðustu viku sást karlkyns hvinönd í Önundarfirði. Hvinönd (Bucephala clangula) er sjaldséður flækingsfugl á Íslandi af andaætt en enska heitið hans er Common Goldeneye. Hvinöndin er meðalstór önd með kúpt höfuð og frekar stuttan háls. Karlfuglinn er með svart höfuð sem fær dökkrænan gljáa á varptíma, er með gul augu og áberandi hvítan blett á milli augna og svarta goggsins. Hann er með hvíta bringu og mjóar svartar línur eru einkennandi á hvítum fjöðrum. Kvenfuglinn er með gráa eða brúna fjaðrir og dökkbrúnan gogg en engan hvítan blett. Frá heimsókn hvinandarinnar er greint á heimasíðu Náttúrstofu Vestfjarða, þar er jafnframt sagt:

Hvinendur eru reglulegur vetrargestir á Íslandi og að jafnaði má finna um 50-150 fugla hér í vetursetu en varp hefur aldrei verið staðfest. Meirihluti þeirra er á ferskvatnsám og – vötnum á Suðurlandi en fáeinar hvinendur dvelja hér yfir sumarið og er þá oftast um steggi að ræða. Ekki er víst hvaðan fuglarnir koma en líklegt þykir að þær séu ættaðar frá Skandinavíu. Hvinendur eru líka að finna í N-Ameríku en þar er um stærri tegund að ræða.

annska@bb.is

DEILA