Hægviðri í dag

Það verður hið ljúfasta veður á Vestfjörðum í dag, er Veðurstofan spáir hægri norðaustlægri eða breytileg átt og björtu veðri að mestu með hitastigi í kring um frostmark. Það þykknar upp í nótt og á morgun er gert ráð fyrir norðaustan m/s 8-13 er líður á daginn með rigningu og þá hlýnar nokkuð.

Nokkur hálka er á Vestfjörðum, einkum á fjallvegum.

annska@bb.is

DEILA