Grease í Bolungarvík

Úr kynningarmyndbandinu

Hápunktur allra vinnustaða er árshátíðin og alla jafna talsverð vinna lögð í að gera hana sem eftirminnilegasta. Vinnustaðir barnanna eru þar engin undantekning og í kvöld er árshátíð Grunnskóla Bolungarvíkur og þemað að þessu sinni er hin eftirminnilega og sígilda kvikmynd Grease þar sem Olivia Newton-John og John Travolta slógu í gegn sem Sandra og Danny. Undirbúningur hátíðarinnar er af flottara taginu og hafa nemendur búið til kynningarmyndband um hátíðina.

bryndis@bb.is

DEILA