Drengirnir í 9. flokki Vestra gerðu sér lítið fyrir í gær og sigruðu val 60-49 í úrslitaleik Maltbikarsins í körfubolta. Fyrri hálfleikur leiksins  jafn og spennandi, en Vestradrengir voru þó yfirleitt skrefinu á undan. Eftir fyrsta leikhluta var staðan jöfn, 12-12 og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Vestri stigi yfir, 23-24.

Í hálfleik var Ástþór Atli Svalason atkvæðamestur fyrir fyrir Val með 5 stig, 7 fráköst og 2 stoðsendingar. Fyrir Vestra var það Hugi Hallgrímsson með 5 stig, 9 fráköst og 4 varin skot. Í upphafi seinni hálfleiksins var leikurinn svo áfram í járnum, eftir 3. leikhluta var staðan aftur jöfn 38-38.

Undir lok leiksins tók Vestri svo öll völd á vellinum og kláraði leikinn með miklum glæsibrag. Bræðurnir Hugi og Hilmir Hallgrímssynir voru gott betur en drjúgir fyrir Vestra og skoruðu 43 af 60 stiga liðsins og var Hugi valinn maður leiksins.

smari@bb.is

DEILA