Flugfreyjur samþykktu kjarasamning

Flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var hjá ríkissáttasemjara fyrir viku. 32 höfðu atkvæðisrétt. Já sögðu 24, nei sögðu sex og einn skilaði auðu. Allir nema einn nýttu því atkvæðisrétt sinn.

Kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands og Flugfélags Íslands rann út um áramótin 2015/2016 og félagið því verið samningslaust í rúmt ár. Á þeim tíma hafa þó tvívegis náðst samningar milli félaganna en í bæði skiptin voru þeir samningar felldir í atkvæðagreiðslu.

smari@bb.is

DEILA