Festa í sessi sameiginlega framtíðarsýn

Sveitarfélögin Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð hafa síðustu ár unnið saman að svæðisskipulagi. Nú liggur fyrir skýrsla þar sem gerð er grein fyrir forsendum á skipulagssvæðinu með tilliti til umhverfis og samfélags. Á grunni þeirra forsendna eru settar fram tillögur að viðfangsefnum, áherslum, framtíðarsýn og svæðismarki og því síðan lýst hvernig staðið verður að frekari stefnumótun og umhverfismati stefnunnar.

Með gerð svæðisskipulags fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð vilja sveitarfélögin festa í sessi sameiginlega framtíðarsýn á þróun svæðisins. Með því að greina tækifæri sem búa í auðlindum og sérkennum svæðisins og móta á þeim grunni markmið í atvinnumálum, samfélagsmálum og umhverfismálum og síðan skipulagsstefnu sem styður við þau, eru væntingar um að ná meiri árangri en ella þegar tekist er á við sameiginlegar áskoranir sem við blasa í byggðamálum.

Hér má lesa skýrsluna

smari@bb.is

DEILA