Eduardo Abrantes sýnir hljóðlistaverk í Edinborgarhúsinu

Hljóðlistamaðurinn Eduardo Abrantes hefur dvalið á listavinnustofu ArtsIceland á Ísafirði undanfarinn mánuð og á laugardagskvöld býður hann til kynningar í Bryggjusal Edinborgarhúss á því sem hann hefur unnið að með því að bjóða upp á verkið Horn eru beygjur / Corners are curves, sem er fjölóma innsetning/hljóðverk sem fléttar saman hljóðum sem listamaðurinn hefur safnað saman meðan á Ísafjarðardvöl hans hefur staðið. Einnig verður gestum boðið í stutta göngu og að verða vitni að spunakór.

Horn eru beygjur er samsett af stýrðum vettvangsupptökum sem framkvæmdar voru víðsvegar um Ísafjörð, í einkarýmum sem opinberum rýmum. Þær fela í sér hljóð landslags fjarðarins, sem á sama tíma, er bæði opinbert og afar persónulegt er segir í umfjöllun um verkið. Titillinn vísar í landfræði fjarðarins, hvernig horn hans verða að beygjum og leikur hans að því sem er virðist bæði ögrandi og aðlaðandi leiðangur – sem reynir á líkamann og frelsar sálina. Hann hefur einnig tilvísun í innra landslag manneskjunnar sem hún deilir með öðrum, þar sem glímur nútíðar og fortíðar birtast í sterkari sannfæringu um hvernig lífið og undur þess afneita beinum línum.

Eduardo Abrantes er fæddur árið 1979 í Lisbon í Portúgal. Hann er listrænn fræðimaður, hljóðlistamaður og kvikmyndagerðarmaður. Hann býr nú í Kaupmannahöfn þar sem undanfarið hann hefur lagt áherslu á að kanna hvernig reynslu hversdagsins getur verið mætt af aukinni athygli í gegnum aðferðir gjörningslistar.

Um dvöl sína og störf á Ísafirði segir Eduardo: „Mánaðarlöng dvöl mín á listavinnustofunni á Ísafirði birtist í röð óvæntra samfunda fullum andagiftar. Milli alltumvefjandi landslagsins – kraftmikils og flæðandi – og fólksins sem það fóstrar, hef ég fengið færi á að vefa inn hljómfall eigin lífs, verið boðinn velkominn, mætt gamansömum áskorunum, og öðru fremur fengið að taka þátt af einskærum áhuga.“ Frekari upplýsingar um verk Eduardo Abrantes er að finna á: www.pairsofthree.org

annska@bb.is

 

DEILA