Bjarki mætir Joey Dakin í Liverpool

Bjarki Pétursson. Mynd: Mjölnir/Sóllilja

Ísfirðingurinn Bjarki Pétursson heldur í næstu viku út til Liverpool þar sem hann keppir fyrir hönd Mjölnis á alþjóðlegu móti í blönduðum bardagaíþróttum (MMA), Shinobi 10 Evolution sem fram fer þar í borg 25.febrúar. Bjarki mun þar mæta enska bardagakappanum Joey Dakin í millivigt (83,9) í flokki áhugamanna og er hann einn þriggja Mjölnismanna sem keppa á mótinu. Bjarki er náði inntökuprófi í keppnislið Mjölnis fyrir um tveimur árum síðan og hefur hann æft grimmt síðan og þá kom að því að hann fékk bardaga og var nafn hans sent til Shinobi bardagasambandanna þar sem fundinn var andstæðingur fyrir hann fyrir um þremur vikum síðan.

Bjarki segist mjög vel stemmdur fyrir mótið, enda sé þar draumur að verða að veruleika: „Undirbúningurinn er búinn að ganga mjög vel. Þó ég hafi bara fengið að vita af bardaganum með 5 vikna fyrirvara þá er ég í raun búinn að vera undirbúa mig frá því að ég flutti til Reykjavíkur í þeim tilgangi til að berjast.“ En Bjarki hefur búið fyrir sunnan í á þriðja ár og æft hjá Mjölni þann tíma, áður en hann hélt suður þá æfði hann Jiu-Jitzu með glímudeild Harðar á Ísafirði en boðið upp á Jiu-Jitzu hjá félaginu alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga í íþróttahúsinu við Austurveg. Allir 16 ára og eldri eru velkomnir á æfingarnar sem hefjast klukkan 20.

Bjarki er í góðu form til að takast á við bardagann handan við hornið: „Formið er orðið mjög gott, enda ekki annað hægt en með alla þessa frábæru æfingafélaga og þjálfara.“ Segir Bjarki klár í slaginn.

Bjarki hefur ekki mætt neinum aukvisum, en hér má sjá hann berjast á æfingu við hinn goðsagnakennda Gunnar Nelson. Mynd: Mjölnir/Sóllilja

annska@bb.is

DEILA