Aukið atvinnuleysi í verkfallinu

At­vinnu­leysi jókst í sein­asta mánuði og voru að meðaltali 5.200 manns skráðir at­vinnu­laus­ir í mánuðinum skv. nýbirtri skýrslu Vinnu­mála­stofn­un­ar um vinnu­markaðinn. Fjölg­un at­vinnu­lausra má að stærst­um hluta rekja til upp­sagna fisk­verka­fólks í sjómannaverkfallinu. Fjöldi at­vinnu­lausra jafn­gild­ir 3% at­vinnu­leysi, sem hef­ur ekki verið hærra frá apríl 2015. Að meðaltali fjölgaði á at­vinnu­leys­is­skrá um 1.281 frá des­em­ber­mánuði.

Greiðslu­stofa at­vinnu­leys­is­bóta greiddi ríf­lega einn millj­arð í bæt­ur og aðrar greiðslur vegna at­vinnu­lausra í sein­asta mánuði. Auk fisk­vinnslu­fólks og sjó­manna var nokk­ur fjölg­un at­vinnu­lausra úr bygg­ing­ariðnaði, flutn­inga­starf­semi, versl­un og fleiri at­vinnu­grein­um, sem er í takt við hefðbundna árstíðasveiflu.

smari@bb.is

DEILA