Aukagreiðslur til þingmanna lækkaðar

Forsætisnefnd Alþingis leggur til að aukagreiðslur þingmanna vegna starfs- og ferðakostnaðar verði lækkaðar á móti þeim miklu launahækkunum sem þingmenn og aðrir kjörnir fulltrúar fengu á kjördag. Greiðslurnar sem lagt er til að verði lækkaðar hafa verið gagnrýndar í gegnum tíðina. Þær eru að hluta skattfrjálsar og þingmenn hafa fengið þær greiddar án þess að þurfa að sýna fram á nokkurn kostnað á móti.

Nefndin leggur til að skattfrjálsar ferðakostnaðargreiðslur verði lækkaðar um 54 þúsund krónur á mánuði og starfskostnaðargreiðslur um 50 þúsund krónur. Sé tekið tillit til skattlagningar jafngildir þetta 150 þúsund króna lækkun fyrir skatt samkvæmt útreikningum forsætisnefndar og greiðslur til þingmannna, þ.e. þingfararkaup og fastar mánaðarlegar greiðslur, eiga að vera innan þeirrar launaþróunar  sem orðið hefur frá því að kjararáð hóf að úrskurða um þingfararkaup árið 2006.

smari@bb.is

DEILA