Vestfirskir sjómenn funda í dag

Fundur verður haldinn í Sjómannadeild Verkalýðsfélags Vestfirðinga klukkan 14 í dag. Fundurinn verður í Fræðslumiðstöð Vestfjarða og verður hann sendur út um fjarfundarbúnað, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, til Patreksfjarðar og verður þar í Þekkingarsetrinu Skor, Aðalstræti 53.

Á vefsíðu Verk Vest er fundurinn auglýstur sem áríðandi og eru meðlimir Sjómannadeildarinnar sem starfa eftir kjarasamningi Verk Vest og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru eindregið hvattir til að mæta, ræða stöðuna og næstu skref í kjaradeilu sjómanna.

annska@bb.is

DEILA