Veður og samgöngur á nýjum vef

Betrumbætur á nýjum vef

Smátt og smátt er nýr vefur bb.is betrumbættur og aðlagaður að lesendum. Nú er komin flipi fyrir veður og samgöngur en ábendingar lesenda voru einróma á þann veg að við héldum þessum hluta inni.

Enn er vandamál að halda linkum á gamlar fréttir en það leysist innan tíðar.

Almennt hefur nýjum vef verið vel tekið og lesendum hans á farsíma fjölgar dag frá degi. Ábendingar um það sem betur má fara eru áfram vel þegnar.

bryndis@bb.is

DEILA