Matstillaga Arctic Fish um 4.000 tonna framleiðsluaukningu á laxi í Arnarfirði er ekki í samræmi við nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar. Þetta kemur fram í umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar um matstillöguna. Nefndin segir í umsögn sinni að það sé forgangsatriði að rannsóknir á burðarþoli Arnarfjarðar verði kláraðar sem fyrst, svo að fyrir liggi að fyrirhugað eldi sé innan þessa ramma sem fjörðurinn þolir.
smari@bb.is