Opið fyrir umsóknir um byggðakvóta

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 641/2016 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017: Sandgerði, Akureyrarkaupstaður (Grímsey og Hrísey). Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í eftirtöldum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 6/2017 í Stjórnartíðindum: Stykkishólmur, Ísafjarðarbær (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur og Ísafjörður), Vopnafjarðarhreppur (Vopnafjörður).

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu og þarf þeim að fylgja samningur við vinnslu, fylgi slíkur samningur ekki með telst umsókn ekki gild. Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2017.

annska@bb.is

DEILA