Minjar í Ólafsdal á Landbúnaðarsafni

Ólafsdalur. Mynd: Jón Guðmundsson/Ljósmyndasafn Íslands.

Hjá Landbúnaðarsafni Íslands er komin út skýrsla um ræktunarminjar í Ólafsdal við Gilsfjörð. Frá þessu segir á Reykhólavefnum. Minjarnar eru unnar af Ragnhildi Helgu Jónsdóttur og Bjarna Guðmundssyni í samvinnu við Ólafsdalsfélagið og með styrk frá Alþingi. Skýrslan gefur hugmynd um þær miklu ræktunarminjar, flestar frá fyrri aldamótum, sem er að finna í Ólafsdal og gera staðinn afar verðmætan í ljósi íslenskrar búnaðarsögu.

brynja@bb.is

DEILA