Það verður slydda eða rigning með köflum á Vestfjörðum í dag. Vindur gengur í austan 10-18 m/s síðdegis, hvassast verður nyrst. Það kólnar í veðri og hiti verður frá frostmarki að 5 stigum. Hæg breytileg átt á morgun, þurrt og vægt frost. Gengur svo í norðaustan 13-20 m/s annað kvöld með snjókomu.
Á Vestfjörðum er á köflum hálka eða hálkublettir, einkum á fjallvegum. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði.