Kalt og stöku él

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir norðaustan 5-13 m/s á Vestfjörðum í dag með stöku éljum. Kalt verður í veðri og frost yfirleitt á bilinu 5 til 10 stig. Veður verður með svipuðum hætti á morgun, en þó harðar enn frekar í frostinu. Á föstudag er búist við hægri breytilegri átt á landinu, léttskýjuðu og talsverðu frosti, en dálítil él verða við norður- og norðausturströndina. Síðan tekur að hlýna á landinu og á sunnudag er búist við hitatölum vel yfir frostmarki eða 4-12 stigum.

Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka og þæfingur í Ísafjarðardjúpi.

annska@bb.is

DEILA