Hlutur ríkisins í bensínlítranum aldrei verið meiri

Bensínverð á Íslandi er fjórum krónum hærra núna, um miðjan janúar, en það var í desember. Skýra má stærstan hluta hækkunarinnar með hækkunum opinberra gjalda en hlutur ríkisins í bensínverði hefur aldrei verið meiri en hann er nú 58,22 prósent. Þetta kemur fram í frétt Kjarnans. Hlutur ríkisins mun að öllum líkindum minnka að tiltölu heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og krónan að veikjast.

Hækkunin nemur 4,10 krónum á hvern lítra í viðmiðunarverðinu sem stuðst er við í bensínvaktinni og kostar bensínlítrinn nú 194,40 krónur. Mest munar um hækkun opinberra gjalda sem hækkuðu um áramótin í takt við fjárlög ársins 2017.

smari@bb.is

 

DEILA