Hamrarborgarmótið – nýtt mót á vetrardagskránni

Brugðið á leik í minniboltanum í fyrra.

Meistaraflokkur körfuknattleiksdeildar Vestra og Hamraborg sameina krafta sína í stórskemmtilegu minniboltamóti á Torfnesi mánudaginn 23. janúar. Mótið hefur hlotið heitið Hamraborgarmótið 2017 og eru vonir bundnar við að mótið sé komið til að vera á fjölbreyttri vetrardagskrá Vestra.

Öll börn í 1.-6. bekk eru velkomin á mótið, en keppt verður í þremur aldurshópum. Körfuboltaiðkendur í Vestra eru hvattir til að fjölmenna á mótið og taka vini sína með. Mótið stendur frá 16-19 og lýkur með glæsilegri pizzaveislu í boði Hamraborgar.

Hamraborgarmótið er tilvalin upphitun fyrir hið stóra Nettómót í Reykjanesbæ sem fram fer fyrstu helgina í mars en það er stærsta minniboltamót landsins ætlað börnum í 1.-5. bekk.

smari@bb.is

DEILA