Fossavatnsgangan hlaut Virðisaukann

 

Fossavatnsgangan hlaut í gær Virðisaukann 2016, viðurkenningu og hvatningarverðlaun atvinnu- og menningamálanefndar Ísafjarðarbæjar. Fossavatnsgangan var fyrst gengin árið 1935. Á fimmta og sjötta áratugnum féll Fossavatnsgangan 14 sinnum niður, en frá árinu 1955 hefur hún farið fram á hverju vori. Lengst af voru keppendur nær einvörðungu heimamenn en í fyllingu tímans jókst aðdráttaraflið, fyrst fyrir göngunmenn annars staðar á landinu og síðar utan landsteinana. Árið 2005 var gangan tekin inn á mótaskrá Alþjóða skíðasambandsins, FIS, og sama ár varð hún stofnaðili að norrænni mótaröð, FIS Nordic Ski Marathon Cup. Í tvö ár hefur Fossavatnsgangan verðið hluti haf hinni þekktu Worldlopper mótaröð. Í dag eru um 500 keppendur í 50 km göngunni og hefur þurft að beita fjöldatakmörkunum.

Undanfarna mánuði hafa forsvarsmenn Fossavatnsgöngunnar unnið að uppbyggingu á Fossavatnsleiðinni með merkingum og lagningu keppnisbrauta með styrk frá Uppbyggingarsjóði ferðamannastaða, sem vonast er til að nýtist skíðafólki, göngufólki eða hjólreiðafólki allan ársins hring.

smari@bb.is

DEILA