Fleiri örnámskeið vegna Uppbyggingarsjóðsumsókna

Háskólasetur Vestfjarða er staðsett í Vestrahúsinu.

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur bætt við tveimur örnámskeiðum í umsóknagerð til Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða, en á mánudag sögðum við frá örnámskeiðahrinu þeirra sem nú stendur yfir. Þeir sem áhugasamir eru um að sækja um í sjóðinn eru hvattir til að mæta, en umsóknarfrestur rennur út 9.janúar. Í hann er hægt er að sækja um verkefnastyrki til menningarmála, styrki til atvinnu- og nýsköpunarverkefna, og stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana.

Það eru þeir Skúli Gautason, menningarfulltrúi Vestfjarða og Valgeir Ægir Ingólfsson, atvinnumálafulltrúi sem kenna á flestum námskeiðanna. Í kjölfarið bjóða þeir upp á viðtöl og ráðgjöf fyrir þá sem eftir því óska, á Ísafirði er það Magnea Garðarsdóttir hjá AtVest sem mun leiða þátttakendur í sannleikann um hvernig umsóknum skal best háttað. Til viðbótar við þá staði sem áður var sagt frá verða þeir á Bókasafninu á Reykhólum á morgun, miðvikudag klukkan 17 og í sal Þróunarseturs Vestfjarða í Vestrahúsinu á Ísafirði á fimmtudag, klukkan 14.

annska@bb.is

DEILA