Elfa Svanhildur Hermannsdóttir nýr forstöðumaður FRMST

Stjórn Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða hefur valið Elfu Svanhildi Hermannsdóttur úr hópi tólf umsækjenda í starf  forstöðumanns stofnunarinnar og stefnt er að því að ganga frá ráðningu hennar síðar í vikunni. Elfa Svanhildur er þjónustustjóri hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Hún er með B.ed próf frá Kennaraháskóla Íslands, MPM meistaragráðu í verkefnastjórnun og diplómagráður í sérkennslufræðum blindra og sjónskertra nemenda og stjórnun menntastofnana.

Efla Svanhildur er fædd árið 1979. Hún er í sambúð með Frey Heiðari Guðmundssyni og eiga þau þrjár dætur, fæddar 2010, 2012 og 2016.

annska@bb.is

DEILA