Eldur kom upp á Tálknafirði

Eldur kom upp í vélarrúmi 40 brúttótonna fiskibáts, Nonna Hebba BAm, sem þá var um tvær sjómílur frá Tálknafjarðarhöfn. Þrír voru í bátnum. Frá þessu er greint ávef Ríkisútvarpsins.

Björgunarsveitin og slökkviliðið á Tálknafirði voru ræst út, sem og og björgunarskipið Vörður á Patreksfirði. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út.

Áhöfn bátsins tilkynnti skömmu síðar að reykurinn virtist fara minnkandi eftir að þeim hefði tekist að loka rýminu sem eldurinn var í. Þá var þyrlan afturkölluð en björgunarskipið Vörður hélt áfram í átt að bátnum.

Tæpum hálftíma eftir að tilkynningin um eldinn barst, lagði Nonni Hebba að bryggju á Tálknafirði þar sem slökkvilið beið. Áhöfnin slapp ómeidd og þykir hafa sýnt snarræði og rétt viðbrögð.

brynja@bb.is

DEILA